þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Um daginn fórum við Auður í sund, sem er í sjálfu sér ekkí í frásögur færandi. En að þessu sinni varð Laugardalslaugin fyrir valinu og í för með okkur voru Hildur og Bjarni sem eru systkini Auðar. Það er orðið ansi langt síðan ég hef komið í Laugardalslaugina en hér á árum áður var maður ansi duglegur við það, sérstaklega þegar rennibrautin var ný. Þá var kerfið þannig að þegar maður borgaði sig inn fékk maður armband með fimm miðum í rennibrautina. Þegar maður fór svo upp í turninn sat svo maður þar sem klippti einn miða af armbandinu fyrir hverja ferð sem maður fór.Á þeim tíma sem sem ég stundaði laugina voru tveir menn langoftast að vinna í rennibrautinni. Annar þeirra er nú alþingismaður en hinn borgarfulltrúi. Þeir eru vinir. Þá á unga aldri sá maður hið spillta eðli þeirra þar sem að maður varð vitni að því að trekk í trekk klipptu þeir ekki miðana hjá þeim sem þeir þekktu heldur létu þá bara fara fram hjá að vild. Þeir sem voru með þeim sem þekktu þessa framtíðar spilltu stjórnmálamenn voru hins vegar ekki jafn heppnir. Vinapólitíkin varð því snemma áberandi hjá þessum mönnum. Af hverju lét maður þetta viðgangast?
Jú, af því að ég var maðurinn sem ekki var klippt hjá. Stundum er gott að þekkja réttu mennina.