miðvikudagur, júní 26, 2002

Nú er víst orðin vika síðan ég skrifaði síðast og því kominn tími til þess að bæta einhverju skemmtilegu við. Hmmmm... Helgin fór aðallega í það að dæma fótbolta og sofa, en mér tókst samt að koma að smá djammí á laugardagskvöldið. Hún Lilja vinkona mín var að útskrifast úr ferðamálafræði og hélt partý í tilefni þess. Þar voru allir og þar var mikið gaman. Við Nóri tókum Rawhide og voru viðstaddir sammála um að okkur hefði aldrei tekist betur upp (fyrir þá sem ekki þekkja þá er Rawhide nokkurs konar einkennissöngur okkar Nóra og syngjum við það við öll tækifæri). Í framhaldi af því var okkur báðum boðið í kórinn Vox Academia en reyndar ég nokkurn fyrirvara á því þar sem að Nóra var boðið líka en allir sem hafa heyrt í okkur syngja vita að ég er gullbarkinn í dúettnum en Arnór er hins ekki nema höfundur dansa (við notum að vísu ekki neina dansa, þannig að hlutverk hans er alltaf að verða óljósara!!! Kannski að ég þurfi að leita að hæfileikaríkari sædkikk). Annars er það helst að frétta af mér að ég fékk stöðuhækkun í vinnunni og sé núna um að passa börn á meðan foreldrar þeirra eru í vinnunni. Þessi börn sem ég er að passa eru á aldrinum 18-19 ára, sem sagt á þeim aldri þegar þau eru sem erfiðust. Allan daginn, út um bæinn eilíft heyrast köll í þeim: „geturðu lagað... geturðu reimt... geturðu lagað hanskana mína... Þá getur maður ekki annað en hrist hausinn og tekið þessu öllu með stóískri ró og hjálpað þessum litlu vesalingum sem eru svo ósjálfbjarga án mömmu sinnar. Við Arnór fengum það verkefni að finna nafn á hópinn og gekk það ekki áfallalaust. Við fengum hjálp frá Mumma sem gerði sitt besta. Fyrstu hugmyndir voru: Skítahópurinn, leikskólinn, Unglingarnir o.s.frv. Persónulega fannst mér nafnið Oddaverjar best en það hlaut ekki hljómgrunn hjá öðrum. Að lokum var fallist á að kalla hópinn Útlaga, einfaldlega vegna þess að fyrir nokkrum árum var til hópur með þessu nafni og okkur datt ekkert frumlegra í hug. Aldeilis sem að þrjár BA-gráður og samtals ca 14 ára háskólanám gerði gagn þar!!! Hef ekki meira að segja að sinni enda er ég í vinnunni og á að vera að gera eitthvað allt annað en að skrifa þetta bull.