miðvikudagur, janúar 08, 2003

Jæja er ekki kominn tími til að láta eitthvað í sér heyra. Fyrst af öllu ætla ég að óska öllum gleðilegs árs. Ég strengdi það áramótaheit að verða ekki duglegri að blogga á þessu ári og ég tel að ég fari auðveldlega með það. Annars sá ég í kommentunum mínum að Mummi hefur saknað skrifa minna mikið og er ég ekki hissa á því vegna þess að ég veit að Mummi er minn mesti aðdáandi. Svo sá ég að Skúli svaraði auglýsingunni minni og bauðst til þess að koma með mér að kaupa jólagjafir. Ég sá ekki betur en að þetta hafi verið skrifað vel eftir áramót, en á hinn bóginn má segja að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið og það er aldrei of snemmt að kaupa jólagjafir. Því býð ég Skúla velkominn með mér í bæinn á næstunni að kaupa jólagjafir. Eina skilyrðið er að engar jólagjafir verði keyptar!!!

Engin ummæli: