miðvikudagur, maí 28, 2003

Það er minna en ekkert að gera í vinnunni minni. Í dag fórum við Gulli upp eftir og þrifum 7 stóla með tusku. Lagði mig kl 11 og við ákváðum að gera ekkert fram að mat. Kl 13 fórum við í Nesbúð svo að Gulli gæti sinnt ákveðnum erindum sem maður sinnir ekki á klósetti sem ekki er hægt að sturta niður í. Kl 14 kom bíll með grasfræ sem við bárum inn í hús og komum fyrir. Það tók u.þ.b. 15 mín. Fljótlega upp úr því ákváðum við að fara í bæinn og sannfærðum sjálfa okkur um að við gætum mætt tæpum klukkutíma fyrr í bæinn vegna þess að við tókum ekkert kaffi. Það virkaði!!!

Engin ummæli: