þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Þessar gáfulegu samræður átti ég á MSN í dag Sverrir Friðriksson says:
Hvað er í gangi á víðavangi
Oddbergur says:
mjög lítið, sem ekki er skrýtið...
Sverrir Friðriksson says:
Það var leitt, en því verður ei breytt
Oddbergur says:
satt segirðu en ekki þegirðu
Sverrir Friðriksson says:
Vertu ekki með dónaskap, ég er kominn í... jólaskap
Oddbergur says:
þú kannt nú ekkert að ríma, þú ættir frekar að glíma við að líma
Sverrir Friðriksson says:
hættu þessu rugli, éttu væng af fugli
Oddbergur says:
ef fuglinn er fagur er ég ekki ragur... við að borða hann, fuglinn þann
Sverrir Friðriksson says:
drekktu kók og fáðu þér smók
Oddbergur says:
ef kókið er flott þá finnst mér það gott...
Oddbergur says:
en smókinn mun ég aldrei fá mér þó ég viti að það mun há mér
Sverrir Friðriksson says:
drekktu þá fleiri kækur og lestu heldur bækur
Oddbergur says:
bækur eru heldur fúlar en kækur eru frekar kúlar
Sverrir Friðriksson says:
keyptu þá sjeik og farðu í tölvuleik
Oddbergur says:
en ef sjeikinn er ekki góður verð ég alveg bandóður
Sverrir Friðriksson says:
fáðu þér þá nokkra bjóra og sestu svo framan við CMfjóra
Oddbergur says:
betri er séemminn en bannsett effemminn
Sverrir Friðriksson says:
nú er ég farinn, en ekki á barinn
Oddbergur says:
hvertertað fara ef ekki á nokkra bara?
Sverrir Friðriksson says:
nú ertu að klikka, hættu að pikka
Oddbergur says:
farðu nú og mjólkaðu kú
Sverrir Friðriksson says:
þær eru á næsta bæ, mjólkin'úr bænum fæ
Oddbergur says:
farðu þá og sjúgðu á
Sverrir Friðriksson says:
sjúgðu sjálfur geitur, gamli feitur
Oddbergur says:
farðu að vinna og kindur að finna

Meira varð nú ekki úr þessu samtali. Enn veit ég ekki hvort Sverrir átti eithver erindi við mig eður ei
Jamm, nú er búið að laga commentin mín og því hef ég enga afsökun fyrir því að blogga ekki lengur. Nú munu líklega margir spyrja „af hverju byrja aftur núna eftir svo langa bið?“ (Það er náttúrulega haugalýgi að ég margir muni spyrja. Þar sem ég hef ekki bloggað mjög lengi þá er enginn að lesa þetta og þar af leiðandi mun enginn spyrja þessarar spurningar. Hún var sett fram í ákveðnum tilgangi til þess að ég gæti útskýrt endurkomu mína). Jamm, en nóg um það, ástæðan fyrir því að ég ákvað að koma aftur er vægast sagt hégómleg. Þannig er að fyrir nokkrum dögum sat ég fyrir framan tölvuna og var að reyna hvað ég gat að skrifa ekki ritgerð. Endaði það með því að ég fór að lesa gömul blogg frá sjálfum mér. Kom þá í ljós að mér fannst ég vera svo skemmtilegur og fyndinn að ég fór að flissa upphátt og fékk fyrir það illt auga (ill augu) frá öðrum nemendum í tölvustofunni. Eftir þetta fór ég að hugsa að það væri nú synd að láta ekki aðra njóta þessa hæfileika minna og því ákvað ég að byrja aftur. Jamm