mánudagur, febrúar 07, 2005

Ég er orðinn sjónvarpsstjarna. Í morgun kom ég fram í Íslandi í bítið og hélt þrumandi skammarræðu yfir landsmönnum um að þeir skyldu nú ekki voga sér að rugla saman fyrrum og fyrrverandi, ekki gleyma að setja eignarfalls -s á landaheiti í hvorugkyni, ekki segja áttundi áratugurinn þegar verið er að tala um 1980-1990 og ekki segja berjast á banaspjótum heldur berast á banaspjóti. Þetta gekk mjög vel og undirtektirnar voru gríðarlegar. Mamma sagði að ég hefði verið mjög sætur og pabbi vöknaði þegar hann sá mig. Þetta var falleg stund.

Engin ummæli: