fimmtudagur, maí 26, 2005

Svolítið síðan ég skrifaði síðast. Ég var í sumarfríi í síðustu viku og hluta af þessari og afrekaði að gera nákvæmlega ekki neitt. Sumir gera eitthvað uppbyggilegt í fríunum sínum en ekki hann ég. Núna er Auður að sleikja sólina á Benidorm þannig að ég er grasekkill eins og er (held ég, skil ekki alveg hugtakið). Núna hefur þetta ástand varað í 36 tíma en það er strax orðið sýnilegt á heimilinu. Tómur pítsakassi (miklir snillingar eru þeir Domino's-menn að vera með megaviku einmitt á þessum tíma, tóm bjórflaska, og nammikassar á borðinu. Það vantar bara að ég sitji á nærbuxunum og í nærbol og horfi á sjónvarpið. En hver veit, klukkar er bara að slá í fimm (þeim sem finnst þetta orðalag skrýtið eða asnalegt er bent á að horfa á Ísland í bítið næsta mánudag þar sem Jóhanna ætlar að fjalla um þetta) og hver veit nema buxurnar og peisan fjúki þegar líður á daginn.

Engin ummæli: