miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Margir vina minna muna eftir því að ég var aldrei góður í biðröðum. Það virtist vera sama hvernig röðin var, alltaf tókst mér að verða á eftir öllum öðrum að fá afgreiðslu. Stundum tróðst fólk fram fyrir mig, stundum var eins og afgreiðslufólk tæki ekki eftir mér og merkilega oft tókst mér að velja þá þar eitthvað vandamál myndaðist, kortið hjá einhverjum virkaði ekki, gamlan mann vantaði athygli o.s.frv.
Fór það svo að fólk sá aumur á mér og bauðst til þess að fara í röðina fyrir mig sem ég yfirleitt þáði. Nú skyldi maður halda að ég væri að segja frá þessu vegna þess að eitthvað hefði breyst eða ég væri að fara að segja einhverja skemmtilega raðarsögu. Svo er ekki. Allt er við það sama.

Engin ummæli: