mánudagur, október 10, 2005

Um margra ára skeið hef ég verið þekktur sem mikill kókisti. Árum saman drakk ég u.þ.b. 1,5 lítra af kóki á dag og þótt ekki mikið mál. Þá mátti ekki sjá neitt diet-drasl og Pepsi var sending frá djöflinum.Nú eru tímarnir aðrir. Ég er að vísu ekki hættur að drekka kók en það hefur minnkað mikið og í staðinn er ég farinn að drekka Pepsi-Max. Það er ekki auðvelt fyrir mig að skrifa þetta en þetta er engu að síður staðreynd. Það er nú ýmislegt sem spilar þanna inn í en það er engin afsökun. Mér líður eins og versta föðurlandssvikara. Skamm. Svona gera menn ekki...

Engin ummæli: