fimmtudagur, mars 13, 2008

Jæja, fyrst það er einhver hér verð ég að segja eitthvað, svona þrautsegju verður maður að verðlauna. Síðast skildum við við mig þegar ég var nýkominn heim frá Þýskalandi eftir fyrstu ferðina mína sem alþjóðlegur dómari. Eftir það fór ég til Wales, Ungverjalands, Lúxemburg og "lenti" svo í því að þurfa að vera heila viku á Spáni í október... það er ekki lítið sem á mann er lagt. Þess á milli skruppum við Auður til Króatíu til að sóla okkur enda fannst Auði frekar á sig hallað í fjölda utanlandsferða... en who cares :) Annars bar það hæst að ég skipti um vinnu á árinu, yfirgaf heim fjölmiðlana og elti peningana. Ég ber nú starfstitilinn "tækniritari" sem segir ekki neitt en það sem ég geri er að skrifa handbækur og alls kyns texta fyrir hugbúnað og forritt í bankanum. Það veit guð að forritararnir geta það ekki og ég hef ekki hitt fyrir einn einasta forritara sem reynir að þræta fyrir það, allir eru þeir svo fegnir að þurfa ekki að skrifa þetta lengur.
Nóg í bili en meira á leiðinni.

Engin ummæli: