fimmtudagur, maí 09, 2002

Það er gott að vita að Solla hefur fyrirgefið mér og finnst ég enn þá
skemmtilegur. Ég hafði miklar áhyggjur af þessu enda ekki góð
hugmynd að móðga hana Sollu.
Jæja, þá er ég enn kominn í skólann og þykist ætla að skrifa ritgerð.
Ég fór að vinna í gær og horfði á þennan sorglega leik Man utd-Arsenal.
Ég ætla sem minnst að tjá mig um þann leik, en það sáu allir að dómarinn
var fífl og markið greinilega einhvern veginn ólöglegt. Eftir leikinn fórum við
Dengsi á kaffihús og drekktum sorgum okkar, hann í sódavatni og ég í HEILUM
BJÓR!!! Það var nú ekki von á góðu í leiknum í gær, enda Nicky Butt meiddur.
Gerði annars ekki mikið í gær, allar tölvustofur á skólasvæðinu voru lokaðar
vegna prófa, þannig að við sem erum að skrifa ritgerðir urðum bara að éta það sem
úti fraus. Alveg ótrúlegt að það sé ekki hægt að tilkynna manni það sem smá fyrirvara
að það verði ekki hægt að komast í tölvur á ákveðnum tíma. Eftir stríð mitt við Háskólann
um námið mitt á næsta ári, þá er ég dauðfeginn að komast héðan á næsta ári og vona
að KHÍ sé eitthvað skárri en það sem er boðið upp á hérna.

Engin ummæli: