fimmtudagur, maí 09, 2002

Núna er ég kominn heim og hættur að skrifa ritgerð í bili. Enda var ég orðinn
svo ruglaður í hugleiðingum mínum um drauma og veruleika í sagnatextum
Bubba Morthens að ég vissi varla sjálfur hvort ég var vakandi eða sofandi. Ég
held að bókmenntafræðingar séu klikkaðasta fólk í heimi, hvernig fólk getur
lifað með sjálfu sér þegar það er í bókmenntafræðilegum hugsunum er mér
óskiljanlegt.
Ekkert að gera í kvöld, þeir sem ég þekki eru annað hvort í útlöndum, á
Akureyri (sem er eiginlega það sama) eða í prófum, þannig að í
augnablikinu á ég enga vini sem að vit er í (núna er ég sennilega að
móðga einhvern en það skiptir ekki máli, það les þetta hvort eð er ekki neinn).
Allavegana er ég farinn að sofa og ætla að gráta mig í svefn vegna þess að ég
á enga vini til þess að leika mér við

Engin ummæli: