föstudagur, apríl 15, 2005

Þegar ég var að skrifa lokaritgerðina mína í M.Paed.náminu sat ég oft í Árnagarði fyrir framan tölvuna og hlustaði á tónlist á meðan ég þóttist vera að skrifa. Meðal þess sem ég hlustaði á var íslensk hljómsveit sem heitir Misery loves company. Þegar ég svo útskrifaðist gleymdi ég að bjarga þeim gögnum sem ég átti inn á heimasvæðinu og þar á meðal þessum lögum sem ég hlustaði svo mikið á. Nú fyrir skömmu hóf ég mikla rannsóknarblaðamennsku til þess að finna þessi lög aftur. Sú rannsókn leiddi mig á slóðir Eyvindar nokkurs Karlssonar sem er annar tvegja meðlima hljómsveitarinnar. Ég sendi honum tölvupóst þar sem ég spurðist fyrir um þessi lög og hann svaraði um hæl og niðurstaðan varð sú að hann ætlar að brenna fyrir mig á disk allt það efni sem hann á með þeim og þakka ég honum kærlega fyrir það. Sem þakklætisvott sett ég hérna hlekk á heimasíðu hans og heimasíðu hljómsveitarinnar. Endilega kynnið ykkur lögin þeirra. Flott lög og góðir textar. Eðal þunglyndi.

Engin ummæli: