föstudagur, apríl 15, 2005

Hr. Tómasson (við þurfum að hittast fljótlega aftur í góðra vina hópi og rifja upp gamlar, góðar sögur) benti mér á í athugasemdunum að ég bloggaði bara á miðvikudögum. Til að festast ekki í viðjum vanans ákvað ég að bylta venjum mínum og blogga núna á föstudegi (þori að veðja að þið sáuð þetta ekki fyrir.) Það er nú ekki mikið að frétta síðan síðast nema kannski það að við Auður vorum að kaupa okkur nýtt sjónvarp. Við fórum í ELCO í Smáranum og fundum þar þetta fína Sony 29" tæki sem okkur leist vel á. Afgreiðslumaðurinn tók niður nöfnin okkar og sagði okkur að fara á lagerinn sem er í IKEA-húsinu og sækja tækið þar og borga það. Þegar við komum þangað Var okkur sagt að við hefðum átt að borga tækið í búðinni og fá kvittun til að koma með á lagerinn. Þar sem nálgast var lokun ákváðum við að fara í Elco í Skeifunni til að sjá hvort ekki væri til svona tæki þar. Hitti þá svo vel á að einhver hafði nýtt sér 30 daga skilafrest og var að skila nákvæmlega svona tæki. Það var okkur boðið með 10.000 króna afslætti. Við þáðum það strokuðum afgreiðslumanninn í Smáranum út af dauðalistanum. Nú erum við sem sagt stoltir eigendur nýs sjónvarps og Auður þarf ekki lengur að horfa á sjónvarpið með gleraugun eða spyrja mig á 10 sekúndna fresti hvað sé að gerast því hún sjái ekki á sjónvarpið.

Engin ummæli: