föstudagur, desember 16, 2005

Mikið að gera í vinnunni þessa dagana. Það þarf að lesa alla jóla- og áramótadagskrána og og helst með einhverjum fyrirvara vegna frídaganna, sem eru reyndar ekki margir þessi jólin. Þess vegna hefur það verið vel þegið að við höfum lesið mikið heima á þessum síðust og verstu. Auk þess hefur dagskráin margfaldast á síðustu mánuðum með tilkomu Sirkus. Samt er eins og enginn kveiki á því að það þurfi að fjölga fólki hér. En hvað um það. Nóg að gera en Auður er hvort eð er að lesa undir próf þannig að það er ágætt að lesa þetta heima og fá aukapening. Stundum er maður algjör nörd í þessu. Til dæmis var ég að lesa LOTR III og Harry Potter heima um daginn. Þá tók maður fram bækurnar til að geta borið saman textann í myndinni og bókinni. Það er nördaskapur.

Engin ummæli: