miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Í gær fékk ég dýrindis afmælisgjöf frá viðskiptabankanum mínum. Sú gjöf var ekkert slor heldur forláta Georg Jensen rúðuskafa. Nú dugar ekki lengur að vakna myglaður og fara út að skafa bílinn heldur þarf maður að klæða sig í sitt fínasta púss þegar maður fer út því ekki getur maður verið eins og róni með fínu Georg Jensen sköfuna mína. Reyndar er ég að velta fyrir mér að setja hana í ramma og hengja hana upp inni í stofu enda er þetta mikið djásn.

Engin ummæli: