miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Hvað hefur nú gerst síðan síðast... Margt og mikið satt að segja og svo mikið að ég man varla eftir því öllu. Það merkilegasta er það að á heimilinu hefur orðið fjölgun því systkini Auðar færðu mér páfagaukinn Bíbí í afmælisgjöf um daginn. Bíbí er skemmtilagasti fugl í heimi en er enn þá að venjast nýju heimili og er svolítið feimin. Einnig má nefna að á heimilið kom líka uppþvottavél og var henni ekki síður tekið vel en Bíbí.
Þá voru að koma góðar fréttir frá KSÍ því vikuna 20.-27. mars fer ég til Þýskalands að dæma á móti landsliða u-17 ára. Fyrsta verkefnið mitt utan Íslands og gaman að fara til Þýskalands. Meira um það seinna.
Og svo ætla ég að verða 30 ára á föstudaginn. Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Gjafir óskast og því stærri því betra.

Engin ummæli: