miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Ég eyddi allri síðustu viku í að fara yfir verkefni í viðskiptafræðikúrs sem heitir Tjáning og samskipti. Markmiðið með þessum kúrsi er að kenna fólki hvernig á að tjá sig í atviinlífinu og satt að segja veitir ekki af. Ég ætla ekki að segja nákvæmlega hvernig þetta var, enda held ég að það sé bannað. Einkunnirnar voru á bilinu 0.5 - 9.0 og voru frekar í lægri kantinum. Þar mátti finna setningar á borð við „en það skipti ekki máli því þetta voru bara lúðar úr MORFÍS...“, enda eru allir á skattinum þverir og vitlausir og viðurkenna aldrei mistök sín“ og „enda eru alþingismenn almennt ekki mikið fyrir augað.“ Þessir textar voru úr ímyndaðri skýrslu sem átti að sannfæra lesendur um mikilvægi góðra boðskipta í atvinnulífinu. Þessar setningar (og fleiri) sannfærðu mig einna helst um að ekki væri vanþörf á því að kenna þetta námskeið!!!

Engin ummæli: