miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Ég átti að vera í þrekprófi í kvöld með öðrum dómurum en varð að afboða mig vegna þess að ég er að vinna og líka vegna þess að ég er með hælsæri. Ég er feginn því að vera að vinna vegna þess að hælsæri er einhver lélegasta afsökun sem maður getur komið með. Ekki vegna þess að það sé ekki gild afsökun, hælsæri getur verið fjandi sárt, en það hljómar samt alltaf eins og léleg afsökun. En ég er ekki hræddur við þetta próf enda er í fantaformi sem endranær!!!

Engin ummæli: